Pastaskóli Grazie Trattoria

Á þriðjudögum í vetur munum við bjóða upp á pastaskóla á Grazie Trattoria frá klukkan 17:00 til 19.00.

Dagskrá.

Farið er yfir sögu pastans og helstu tegundir og gerðir, hvaða sósur er best að nota með hvaða tegund af pasta. Síðan förum við að gera pastað sem allir gera frá grunni hnoðum í höndunum og setjum síðan í pastavélina og gerum ravioli og tagliatelle . Pastað er síðan eldað fyrir ykkur með góðri grunn sósu og allir borða síðan saman og fá sér góðan drykk með.

Verð 11.900.

BÓKA NÚNA